Skiptir trygglyndi máli?
Trygglyndi, er það málið, fyrir árið 2026?
Þetta er jeep-jeppi, árgerð 2006, sem ég hef átt í rúm tíu ár. Félagi minn í borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins, Björn Gíslason, gaf jeppanum nafnið „landbúnaðartækið“ fyrir tæpu ári síðan og er ég sáttur við þá nafngift.
Bændur nota jafnan landbúnaðartæki og vil ég gjarnan búa yfir eiginleikum góðs bónda, hafa fæturna á jörðu niðri, beita almennri skynsemi við lausn mála og ýta góðum breytingum úr vör, hægt og rólega.
Núna reynir á tryggð mína við jeppann góða en á undanförnum tveimur almanaksárum, 2024-2025, fór hann að meðaltali í fimm skipti á ári í viðgerð og árið í ár byrjar með skell, hann er nýkominn úr viðgerð sem kostaði skildinginn.
Árið 2026 byrjar þannig að ég er farinn að velta vöngum yfir því hvort það sé ávallt skynsamleg niðurstaða að halda í andleg, félagsleg og efnisleg verðmæti sem áður var þess virði að halda tryggð við.
