Vikan í stjórnmálum
Í upphafi þessarar viku sá fréttamaður fréttastofu Sýnar ástæðu til að taka við mig viðtal útaf stöðu skiptistöðvarinnar í Mjódd:
Degi síðar birti ég grein á visir.is til að bregðast við orðræðu formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur um málið:
https://www.visir.is/g/20252770250d/mjoddin-og-politik-pirata
Kjarni málsins er einfaldur. Ástandið á skiptistöðinni er ófullnægjandi en um er að ræða stærstu skiptistöð landsins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa allar götur síðan í janúar 2016 lagt fram tillögur til úrbóta. Þær tillögur hafa dagað uppi í rangölum borgarkerfisins.
Á sama tíma hefur borgin fjárfest óheyrilega í verkefnum sem ekki geta fallið undir grunnþjónustu, til dæmis í torgum í miðborg Reykjavíkur:
https://xd.is/2024/02/25/torgin-i-midborg-reykjavikur/
Ég vil að Reykjavíkurborg sinni lögbundnum skylduverkefnum af kostgæfni. Eitt slíkra verkefna er rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd en borgin hefur borið ábyrgð á þeim rekstri síðan árið 2015, sjá til dæmis hér:
Á fundi velferðarráðs miðvikudaginn 3. september síðastliðinn var meðal annars fjallað um fjárhagsuppgjör velferðarsviðs á fyrstu 6 mánuðum ársins. Trúnaður ríkir um uppgjörið en augljóst má vera að þar er verið að sinna grunnþjónustu sem leggja þarf áherslu á að vernda í stað þess að peningum sé kastað á glæ í gæluverkefni borgarinnar.
Lítillega var fjallað um þennan fund velferðarráðs á miðvikudaginn á dv.is:
https://www.dv.is/frettir/2025/9/5/borgarfulltruar-sameinast-ahyggjum-sinum-af-aformum-ingu/
Kollegi minn í Sjálfstæðisflokknum og í skóla- og frístundaráði, Marta Guðjónsdóttir, birti góða grein í Morgunblaðinu laugardaginn 6. september um mikilvægi samræmdra prófa:
Það var fundur í borgarstjórn síðastliðinn þriðjudag og var þar tillögu sjálfstæðismanna vísað frá um að hrinda af stað markvissri aðgerðaráætlun í skólamálum.
Á sama fundi var eftirfarandi ályktunartillaga samþykkt:
„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunun. Reykjavíkurborg mun halda áfram að vinna að því að tryggja að öll upplifi sig velkomin og örugg í okkar samfélagi.“
Ég sat ekki fund borgarstjórnar en til að setja samþykkt þessarar tillögu í rökrétt samhengi er ástæða til að vísa til fáeinna heimilda:
https://www.visir.is/k/423f9b86-3241-47a9-8908-c2e36b7dd82a-1757059115195/-elskadu-naunga-thinn-
https://www.visir.is/g/20252771568d/kyn-og-vaegi-likamans
Maður er orðinn svo sem ýmsu vanur í borgarpólitíkinni en ég hygg að svona ályktunartillaga þjóni takmörkuðum tilgangi. Eins og jafnan þá eru það verkin sem tala.
Einnig tel ég að kjörnir fulltrúar í borgarstjórn eiga að þjóna almenningi með því að fókusera á að grunnþjónusta borgarinnar sé í lagi.
En hvað gerir fólk ekki í atkvæðaleit.
Léttara hjal í lokin
Lokaleikur Fylkis á heimavelli í karlaflokki í knattspyrnu í Lengjudeildinni var spilaður í Árbænum í gær. Við Kjartan Magnússon tók hús á kollega okkar í borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins, Birni Gíslasyni, formanni íþróttafélagsins Fylkis. Hefð er fyrir því hjá Fylki að halda síldarveislu fyrir síðasta heimaleik tímabilsins. Upplifunin var skemmtileg þótt Fylki hafi, illu heilli, tapað leiknum, 1-2 fyrir Völsung voru lokatölur.


Gærdagurinn endaði hjá mér með heimsókn í Árbæjarlaugina en sú laug er í mestu uppáhaldi hjá mér. Einn af kostum Reykjavíkur eru almenningssundlaugarnar, þær eru frábærar.